Æfingaakstur

fingaakstur300.jpg

Æfingaakstur er af hinu góða og hefur reynst mörgum vel.  Æfingaaksturinn er hugsaður sem viðbótarþjálfun við ökukennsluna. 
Til þess að æfingaaksturinn skili árangri er nauðsynlegt að sá sem leiðbeinir í æfingaakstrinum þ.e. leiðbeinandinn sé tilbúinn til að taka þetta verkefni og skilji hvað það felur í sér.  Sá sem tekur að sér hlutverk leiðbeinandans er í raun að taka að sér þá ábyrgð og þær skyldur sem ökukennarinn sinnir. 
Nemandinn ekur á ábyrgð leiðbeinandans. Í æfingaakstri er heimilisbíllinn notaður, en ekki sérútbúinn kennslubíll eins og ökukennarinn notar. Kennslubíllinn er útbúinn ýmsum aukabúnaði s.s. auka pedölum og auka speglum. 
Það eru ófá dæmi um það að leiðbeinendur hafi gefist upp á æfingaakstrinum. Til að forðast það er lykilatriði að ökuneminn sé orðinn fullfær um að takast á við umferðina áður en æfingaaksturinn hefst.

Algengt er að nemi þurfi að taka 12 til 14 ökutíma fyrir æfingaakstur og svo  3 til 6 ökutíma til að undirbúnings verklega prófið.  Þegar að því kemur.  

Úr reglugerð um ökuskírteini:

  • Æfingaakstur með leiðbeinanda - 12. gr.

Að fengnu leyfi sýslumanns má umsækjandi um ökuskírteini í ökunámi til réttinda fyrir B-flokk æfa akstur með leiðbeinanda á bifreið í B-flokki enda liggi fyrir staðfesting ökukennara og ökuskóla á því að umsækjandinn hafi nægilega þekkingu og þjálfun til slíks æfingaaksturs. Æfingaakstur með leiðbeinanda kemur ekki í stað æfingaaksturs með ökukennara heldur sem viðbótaræfing. Í æfingaakstri telst leiðbeinandi vera stjórnandi bifreiðar.

Skilyrði leyfis er að leiðbeinandi sé orðinn 24 ára, hafi í a.m.k. fimm ár haft gilt ökuskírteini fyrir B-flokk og hafi ekki á síðustu tólf mánuðum verið án ökuskírteinis vegna sviptingar ökuréttar eða verið refsað fyrir vítaverða aksturshætti. Leyfið má gefa út til allt að 15 mánaða. Sýslumaður getur afturkallað leyfið, fylgi leiðbeinandi ekki reglum um æfingaakstur eða fullnægi ekki lengur skilyrðum leyfis.

Leiðbeinandi skal hafa leyfið meðferðis við æfingaakstur. Honum er óheimilt að taka endurgjald fyrir að leiðbeina umsækjanda.

 

Chopard Replica Watches