Akstursmat

Akstursmat                                 thumb_Bidskylda_A06.11.gif

 

Að loknu ökuprófi fá menn bráðabirgðaökuskírteini sem gildir í 3 ár en samkvæmt reglunum þarf ökumaður sem er með bráðabirgðaskírteini að fara í akstursmat áður en hann fær það endurnýjað eða fær fullnaðarskírteini.
Athugið að ekki þarf akstursmat nema verið sé að endurnýja til fullnaðarskírteinis.
Bráðabirgðaskírteini gildir í 3 ár, en hægt er að fá fullnaðarskírteini eftir eitt ár hafi handhafi þess ekki brotið af sér og fengið punkta ásamt því að hafa farið í akstursmat hjá ökukennara.
Einstaklingar sem hafa fengið punkta á síðustu 12 mánuðum fyrir endurnýjun fá aftur bráðabyrgðaskírteini, en þurfa ekki í akstursmat.

Að því loknu fær viðkomandi fullnaðarskírteini sem gildir til 70 ára afmælisdagsins.

Akstursmatið felst í því að skoða hvort mat ökumannsins á eigin aksturshæfni, akstursháttum og öryggi í umferðinni sé í samræmi við getu hans. 

“Markmið akstursmats er að ökumaðurinn geri sér grein fyrir hæfni sinni og getu í umferðinni með tilliti til umferðaröryggis.“

Ökumaðurinn leggur sjálfur til bifreið sem hann ekur í akstursmatinu en ökukennarinn fylgist með akstrinum og skráir hjá sér bæði jákvæð og neikvæð atriði í akstrinum.  Gert er ráð fyrir því að akstursmatið taki um 50 mínutur í heildina.

Ökukennarar sem farið hafa á námskeið hjá Umferðarstofu framkvæma akstursmat.  Driver.is býður þessa þjónustu.

Chopard Replica Watches