Endurheimt ökuréttindi

Endurheimt ökuréttindi         thumb_C09.12_Akbrautarmerki.gif

Ef líða meira en tvö ár frá því að ökuskírteini rennur út, missir viðkomandi réttindin sín og þarf þá að fara aftur í ökupróf, bæði bóklegt og verklegt til að öðlast ökuréttindi á ný.

Ef viðkomandi er sviptur ökuréttindum sínum í meira en eitt ár þarf hann að fara aftur í ökupróf, bæði bóklegt og verklegt til að öðlast ökuréttindi á ný.

Hafir þú lent í því að missa réttindin þín er réttast fyrir þig að byrja á því að setja þig í samband við ökukennara og sækja svo um próftökuheimild til lögreglustjóra. Ökukennarinn þinn getur bent á / útvegað námsefni fyrir bóklega prófið, en það er ekki skylda að fara í ökuskóla sé verið að endurheimta ökuréttindi. Að loknu bóklegu prófi þarft að taka nokkra tíma hjá ökukennara sem býr þig undir verklega ökuprófið.

 

Sjá úrdrátt úr reglugerð um ökuskírteini

Chopard Replica Watches