Erlend ökuskírteini

Erlend ökuskírteini

Þeir sem búa á Íslandi, í lengri tíma en 180 daga á ári, eiga að hafa íslenskt ökuskírteini. Þeir sem dvelja langdvölum á Íslandi þurfa því að verða sér úti um íslenskt ökuskírteini. Það er mismunandi eftir löndum hvaða reglur gilda. Sumir ökuskírteinishafa s.s. frá  Norðurlöndunum geta farið beint til lögreglustjóra, en hann skiptir út öðru ökuskírteini fyrir íslenskt að uppfylltum kröfum um búsetu. Í tilfellum eru ökuskírteini ekki tekin gild og þá þurfa viðkomandi að taka ökuprófið hér á landi, bæði skriflegt og verklegt.
Fyrir þá sem eru að flytja til Íslands, eða munu dvelja hér langdvölum er best að byrja á því að setja sig í samband við lögreglustjóra og fá þar upplýsingar um hvort nauðsynlegt sé að taka ökupróf hér á landi eða hvort erlent ökuskírteini  dugi til að fá íslenskt.
Þurfi að taka prófið upp á nýtt er næsta skref að setja sig í samband við ökukennara sem leiðir nemandann áfram.


Sjá úrdrátt úr reglugerðu um ökuskírteini

Fjölmenningarsetur hér má finna upplýsingar um ökunám og ökuskirteini á ensku og fl. tungumálum.


Chopard Replica Watches