Námið

Ökunám:                                 thumb_C12.11_Hringakstur.gif

Það á við um ökunámið eins og allt annað nám að nemendur eiga miserfitt / auðvelt með að tileinka sér námsefnið. Ökunámið er bæði bóklegt og verklegt þar sem neminn þarf að sinna hvorutveggja af vandvirkni. Rétt er að ætla sér talsverðan tíma til ökunámsins svo það verði sem markvissast og árangursríkast. Æfingaakstur með foreldrum eða öðrum þeim leiðbeinendum sem taka hann að sér reynist mörgum góður skóli. En fyrir æfingaakstur þurfa ökunemar að ljúka ökuskólans (Ö1) og að jafnaði 10 til 14 ökutímum hjá ökukennara sínum.

Ökunámið hefst með því að nemandinn setur sig í samband við ökukennarann.

 

Með ökunáminu er lagður einn mikilvægasti grunnur hvers einstaklings að nauðsynlegri lífsleikni nútímans og framtíðarinnar. Mikill hluti námsins er fólginn í einkakennslu og því nauðsynlegt að nemandi og kennari nái vel saman.

Í upphafi náms er skynsamlegt að kennari fari yfir kennsluáætlun með nemandanum og ræði á hvaða tíma dags kennslan geti farið fram, námsefni, ökuskóla o.s.frv.. Einnig þarf að ræða kostnað, greiðslukjör og önnur hagnýt atriði. Æskilegt er og að foreldrar komi að sem flestum þáttum ökunáms barna sinna.

Reynslan ein sker úr um það hversu marga ökutíma nemendur þurfa að taka. Lágmarksfjöldi tíma (45 mínútna kennslustunda) er 15 samkvæmt námskrá, en algengur tímafjöldi 17 til 24.  

Nemendur mega taka skriflega ökuprófið 2 mánuðum fyrir 17 ára afmælisdaginn og verklega prófið viku fyrir 17 ára afmælið. Ökuskóli 1,2 og 3 og 12 ökutímar eru skilyrði fyrir leyfi til töku skriflega ökuprófsins, en í ökuskólanum fá nemendur eyðublað til umsóknar um ökuskírteini. Þeirri umsókn skili nemendur tímanlega til lögreglustjóra/sýslumanns, en lögreglustjóri veitir heimild til próftöku.

Umsókn um ökuskírteini má nálgast hér: http://logreglan.is/utgafur_tenglar.asp?cat_id=12

Frekari upplýsingar um tilhögun ökunámsins má sjá í námskrá fyrir almenn ökuréttindi.

Chopard Replica Watches