Mótorhjólapróf

biker-i-serflokki.jpg
     Þetta eru engin leiðindi

Biker.is er hluti af ökukennslu driver.is - Við erum ekki bara með bíladellu heldur njótum þess að aka um og ferðast á mótorhjólum. Þetta byrjaði fyrir 30 árum með Suzuki AC 50 árgerð 1974 og engin lækning hefur fundist á þessu ástandi.

biker-250.jpg
Á ferð um Ísland

Mikil reynsla

Hundruðir nemenda hafa á liðnum árum lokið mótorhjólanámi hjá Driver með góðum árangri. Áhersla er lögð á fagmennsku í kennslu og kennarar stunda mótorhjólaakstur sjálfir svo þekking þeirra og reynsla nýtist þeim sérlega vel í kennslu og þjálfun nemenda.

Góð mótorhjól

          33271234805279hjolin-450.jpg
Kennsluhjól fyrir byrjendur og lengra komna

Driver leggur áherslu á að nota eingöngu nýleg góð mótorhjól í akstursþjálfun en það er okkar trú að þannig geti nemendur einbeitt sér að akstri án þess að aðrir þættir trufli þegar á reynir. Hvort sem þú ert hávaxinn eða lávaxinn bjóðum við uppá  mótorhjól sem henta.

Öryggi og ábyrgð

Í ökukennslunni er lögð áhersla á að nemendur nái góðum tökum grundvallar aksturstækni mótorhjóls. Þekking þeirra er kerfisbundið byggð upp og þannig næst á skömmum tíma að skapa þá færni sem nauðsynleg er til að standast ökupróf. Í allri ökukennslu Driver er  öryggi og ábyrgð mótorhjólamanns lykilatriði.

Driver leggur nemendum til Öryggishjálma, hanska og endurskinsvesti sem ökunemendur klæðast á meðan verkleg kennsla fer fram.

Boðið er upp á mótorhjólakennslu í eftirfarandi flokkum:

M – fyrir létt motorhjól ( skellinaðra )
A1 -125 cc flokkur
A – lítið mótorhjól
A – stórt mótorhjól

Þeir sem eru með alment bílpróf hafa réttindi á létt mótorhjól en ekki á 
stóru mótorhjólin. Það er ekki krafa að hafa bílpróf til að geta tekið 
mótorhjólapróf – flokk A og er því námsefnið og mótorhjólaprófið miðað 
við það,og þarf því próftaki að sína kunáttu sína í öllum grunþáttum 
umferðarfræðinnar líkt og við bílprófið sjálft

Ökunámið samanstendur úr bóklegri og verklegri ökukennslu.

Upphaf mótorhjólaprófs:

Þegar nám hefst byrja nemendur á því að setja sig í samband við 
ökukennara og skrá sig á bóklegt námskeið og skipuleggja upphaf 
veklegs náms.

hjolakerra3-500.jpg

Chopard Replica Watches